Nýliðakynning Ársæls í kvöld!

Hefur þú áhuga á útivist, fjallamennsku, klifri, köfun, sjúkrahjálp, siglingum, jeppum, góðum félagsskap og skemmtun? Þá er Björgunarsveitin Ársæll mögulega eitthvað fyrir þig!

1381330_10151695313155969_243152858_n
1380831_10151695313535969_1939140596_nBjörgunarsveitin Ársæll er ein stærsta björgunarsveit landsins og í sveitinni eru starfræktir margir fjölbreyttir hópar eins og Fjallahópur, Leitarhópur, Sjúkrahópur, Rústahópur, Bátahópur, Kafarahópur, Undanfarahópur og Jeppa/tækjahópur -þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Núna er sá tími árs þar sem við förum að taka inn nýtt fólk og ef þú ert í leit að ævintýrum, spennu, góðum félagsskap eða bara reynslu sem nýtist á margan hátt, kíktu þá við á kynningarfund hjá okkur miðvikudaginn 7.September klukkan 20:00 í Gróubúð og kynntu þér málið!

Smelltu HÉR til þess að skrá þig í nýliðastarfið hjá okkur.