Starfsstöðvar
Starfsstöðvar sveitarinnar eru þrjár. Á Seltjarnarnesi er Gaujabúð sem er aðsetur rústabjörgunarhóps og sjóhóps. Sjóhópurinn hefur þar tiltæka tvo slöngubáta og harðbotna bát með hratt viðbragð út á Skerjafjörð. Í Reykjavíkurhöfn eru svo staðsett björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson og björgunarbáturinn Sjöfn en áhafnir þeirra hafa aðstöðu í Sjóbúð sem er staðsett í Sjávarklasahúsinu. Loks er á Grandagarði 1 bækistöðin Gróubúð sem er aðsetur bíla- og beltahópa auk landhópa með fjölbreytta sérhæfingu til dæmis á sviði fjallabjörgunar, leitar og fyrstu hjálpar.