Nýliðastarf

Hjá Björgunarsveitinni Ársæli er nýliðastarfið þjálfunarpakki sem tekur tvö ár. Fyrra árið er uppbyggt af völdum grunnnámskeiðum, fyrirlestrum og æfingum. Kennt er eftir stöðluðu kerfi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og eftir fyrra árið eiga allir nýliðar að hafa lokið námslínu sem kallast „Björgunarmaður 1“.Seinna árið er frjálsara í sniðum, en þá er ætlast til að fólk ljúki „Björgunarmanni 2“. Þá ákveður fólk svolítið sjálft hvað það vill læra og með hvaða hópum það vill starfa. Ákveðnum grunnnámskeiðum þarf að ljúka en sérhæfðari námskeið velur fólk sjálft og í tengslum við þann hóp sem það kýs að starfa í. Þegar þessum tveimur árum er lokið er tekið nýliðapróf, bæði skriflegt og verklegt, og þeir sem standast prófið eru teknir inn í sveitina og eru settir á útkallslista sveitarinnar.

Algengar spurningar og svör

Get ég starfað í björgunarsveit?
Flestir geta starfað í björgunarsveit, oftast er bara spurning hvort fólk hafi tíma til að vera virkt í starfinu. Segja má að þetta sé í raun eins og hver önnur íþrótt eða áhugamál sem fólk stundar. Það verður að gefa sér tíma til að æfa rétt viðbrögð við mismunandi og oft erfiðar aðstæður. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi og félagsskapurinn góður. Því er um að gera að prófa og fá tækifæri til að svara spurningunni Get ég starfað í björgunarsveit sjálf/ur.
...
Þarf ég að vera í góðu formi til að geta verið með í nýliðastarfinu?
Það er mikill kostur að hafa sæmilegt úthald þegar nýliðastarfið hefst því ákveðnum grunnnámskeiðum þarf að ljúka sem krefjast mikils af þátttakendum. Allir sem hafa eitthvað hreyft sig, t.d. stundað íþróttir, farið í ræktina eða stundað fjallgöngur og gönguferðir eiga ekki í neinum erfiðleikum.
...
Þarf ég að eiga fullt af græjum þegar ég byrja?
Ákveðinn búnaður er nauðsynlegur, s.s. góðir gönguskór og góður fatnaður, bæði innri fatnaður og svo hlífðarfatnaður. Þetta þurfa ekki að vera nýjustu græjur frá flottustu merkjunum, hlutirnir þurfa bara að virka.
...

Fáðu áminningu

Ert þú klár í að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf? Skráðu þig þá hér og þú færð boð þegar kynningarfundir verða haldnir haustið 2024.
Nýliðaþjálfun
Sláðu inn netfang.