Björgunarsveitin Ársæll er staðsett í Reykjavík og á Seltjarnarnesi og sinnir leit og björgun bæði á landi og sjó. Sveitin varð til við sameiningu Björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík og Björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjarnarnesi árið 1999. Eftir stendur gríðarlega öflug björgunarsveit búin öflugum tækjum og vel þjálfuðum mannskap.
Fjöldi æfinga
Síðustu 12 mánuði
0
Fjöldi útkallsfélaga
Í dag
0
Fjöldi útkalla
Síðustu 12 mánuði
0
Þjálfun og nýliðun
Segja má að þjálfun björgunarfólks hefjist við 14 ára aldur en það er lágmarks aldur til að starfa með unglingadeildinni Árnýju. Allir félagar sveitarinnar ljúka svo 18 mánaða þjálfunarferli sem nýliðar áður en þeir eru teknir inn sem fullgildir félagar. Mikil áhersla er hjá sveitinni á að fullgildir félagar viðhaldi þekkingu og færni og sæki sér aukna menntun á þeim sviðum sem þeir starfa. Þessi metnaður í þjálfun skilar sér í gríðarlega hæfum hópi björgunarfólks sem hefur tekið þátt í björgunaraðgerðum um land allt sem og erlendis.
...
Starfsstöðvar
Starfsstöðvar sveitarinnar eru þrjár. Á Seltjarnarnesi er Gaujabúð sem er aðsetur rústabjörgunarhóps og sjóhóps. Sjóhópurinn hefur þar tiltæka tvo slöngubáta og harðbotna bát með hratt viðbragð út á Skerjafjörð. Í Reykjavíkurhöfn eru svo staðsett björgunarskipið Jóhannes Briem og björgunarbáturinn Sjöfn en áhafnir þeirra hafa aðstöðu í Sjóbúð sem er staðsett í Sjávarklasahúsinu. Loks er á Grandagarði 1 bækistöðin Gróubúð sem er aðsetur bíla- og beltahópa auk landhópa með fjölbreytta sérhæfingu til dæmis á sviði fjallabjörgunar, leitar og fyrstu hjálpar.
...