Unglingadeildin Árný er rótgróin hluti af unglingastarfi Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Í fjölda ára hefur Björgunarsveitin Ársæll haft undir sínum verndarvæng öflugt unglingastarf bæði undir nafni Björgunarsveitar Alberts og Björgunarsveitar Ingólfs. Fólk getur sótt um inngöngu í unglingadeildina við 14 ára aldur og fær á næstu árum tækifæri til að fá innsýn í starf björgunarsveita og slysavarnadeilda.
Í Unglingastarfinu fer fram margvísleg fræðsla og kennsla sem nýtist hvort sem stefnt er á áframhaldandi starf í björgunarsveit, td í fyrstu hjálp, útivist og almennri ferðahegðun, en einnig gefst kostur á að kynnast sjóbjörgun, rústabjörgun, fjallamennsku og öðrum hliðum útivistar og björgunarstarfs.

Þá eru reglulega viðburðir með öðrum unglingadeildum þar sem hæst bera að nefna Landsmót sem haldið er annaðhvert ár og Miðnæturmót sem haldið er í nóvember ár hvert. Auk þess eru unglingadeildirnar duglegar að heimsækja hverja aðra en einnig aðra viðbragðsaðila eins og slökkvilið, lögreglu og Neyðarlínuna.
Krakkarnir taka virkan þátt í því sem er að gerast í starfi björgunarsveitarinnar hverju sinni og fá þá oft hlutverk sjúklinga á æfingum auk þess sem þau taka fullan þátt í fjáröflunum sveitarinnar.

Flestir sem tekið hafa þátt í slíku starfi eru sammála um hversu skemmtilegt og fræðandi það er. Kosturinn við björgunarsveitina er að hún fær til starfa ungt og skemmtilegt fólk sem tilbúið er að gera björgunarstörf að áhugamáli og lífsstíl.

Aðeins er tekið inn í unglingadeildina á haustin svo það er um að gera að fylgjast með bæði hér og á Facebook síðu unglingadeildarinnar, hvenær kynningarfundur er haldin á hausti hverju.
Skráning í deildina stendur yfir núna og hægt er að skrá sig hér