Risa björg­un­aræf­ing á Faxa­flóa

Á annað hundrað manns tók þátt í risa björg­un­aræf­ingu sem hald­in var á Faxa­fló­an­um síðdeg­is í dag. Að æf­ing­unni stóðu hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in Special Tours og Eld­ing, og Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg. Þrjú hvala­skoðun­ar­skip frá Special Tours, eitt frá Eld­ingu, tíu slöngu­bát­ar og tvö skip Lands­bjarg­ar tóku þátt í æf­ing­unni.

Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours.
Hilm­ar Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Special Tours. Ljós­mynd/​Aðsend mynd

Að sögn Hilm­ars Stef­áns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Special Tours, gekk æf­ing­in vel fyr­ir sig en hún var sett þannig upp að tvö skip áttu að hafa lent í árekstri og það þriðja sem er á leið á slysstað til þess að bjarga farþegum skip­anna tveggja verður vél­ar­vana. „Skip­in voru rýmd og björg­un­ar­bát­ar blásn­ir upp sem fólk fór um borð í yfir í önn­ur skip,“ seg­ir Hilm­ar.

Eitt hvalaskoðunarskipanna á æfingu kvöldsins.
Eitt hvala­skoðun­ar­skip­anna á æf­ingu kvölds­ins. Ljós­mynd/​Guðjón Val­geirs­son

Um þúsund manns fara í hvala­skoðun frá Reykja­vík hvern ein­asta dag og seg­ir Hilm­ar því mik­il­vægt að hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in séu búin að æfa viðbragð ef slys kem­ur upp á. „Við æfum reglu­lega til þess að vera viðbúin ef eitt­hvað kem­ur upp á,“ seg­ir Hilm­ar. „En þessi æf­ing var meiri en hefðbundn­ar æf­ing­ar. Við ákváðum að æfa sam­an þar sem þessi skip eru á svipuðum slóðum úti á Fló­an­um.“

„Það hentaði vel að skip­in æfðu sam­an því þetta snýst um að vera með öll viðbrögð í lagi, fara yfir hlut­ina þannig að all­ir kunni sín hlut­verk,“ seg­ir Hilm­ar.

Á annað hundrað tóku þátt í æfingunni.
Á annað hundrað tóku þátt í æf­ing­unni. Ljós­mynd/​Guðjón Val­geirs­son

Með stærstu æf­ing­um báta­flokka á svæði eitt

Ómar Örn Aðal­steins­son, hjá björg­un­ar­sveit Hafn­ar­fjarðar og í æf­inga­stjórn björg­un­ar­sveit­anna, seg­ir að á annað hundrað manns hafi tekið þátt í æf­ing­unni í kvöld sem sé ein sú stærsta sem báta­flokk­ar á svæði eitt hafa tekið þátt í. „Það voru um 60 sjúk­ling­ar um borð í skip­un­um og 45 björg­un­ar­menn frá höfuðborg­ar­svæðinu og Reykja­nesi,“ seg­ir Ómar.

Fólk lék slasaða sjúklinga sem flytja þurfti á milli skipa.
Fólk lék slasaða sjúk­linga sem flytja þurfti á milli skipa. Ljós­mynd/​Guðjón Val­geirs­son

Hann seg­ir að björg­un­ar­sveit­irn­ar reyni að æfa með hvala­skoðun­ar­skip­un­um á um það bil árs fresti enda fari mik­ill fjöldi út á hverj­um ein­asta degi í ferðir á veg­um fyr­ir­tækj­anna. „Þetta er með stærri æf­ing­um sem við erum að halda og er part­ur af sam­hæf­ingu báta­flokka á svæði eitt,“ seg­ir Ómar. Hann seg­ir að æf­ing­in hafi gengið vel en núna í fram­hald­inu verði fundað um hvað megi gera til að bæta viðbragð enn frek­ar.

Björgunaræfing hvalaskoðunarskipa og björgunarsveita á Faxaflóa.
Björg­un­aræf­ing hvala­skoðun­ar­skipa og björg­un­ar­sveita á Faxa­flóa. Ljós­mynd/​Guðjón Val­geirs­son