„Of marg­ir storm­ar á þessu ári“

„Það hafa verið of marg­ir storm­ar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúf­ur því neðri hluti þess losnaði,“ seg­ir Klaus Ortlieb, einn eig­enda Hlemm­ur Square, um skiltið sem hang­ir á bláþræði á hús­inu.

Hann seg­ir að skiltið hafi verið uppi al­veg síðan staður­inn var opnaður og að á hverju ári sé gerð á því ör­yggis­at­hug­un, nú síðast í októ­ber og þá var allt í himna­lagi.

Frá björgunaraðgerðunum á Hlemmi Square.
Frá björg­un­araðgerðunum á Hlemmi Square. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skiltið, sem er úr áli, er um fjög­urra metra hátt, um hálf­ur metri að breidd og veg­ur um 200 kíló. Þótt það  verði klippt niður af björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um og lendi á jörðinni mun það ekki brotna í fjöl­marga búta, að sögn Klaus.

Hann seg­ist fyrst hafa talað við lög­regl­una vegna þess að hann óttaðist um ör­yggi gang­andi veg­far­enda en fékk dræm viðbrögð í fyrstu. „Lög­regl­an mætti og sagði við mig: „Þetta er þitt skilti og það er á þína ábyrgð“.

Klaus bað því starfs­menn sína um að beina al­menn­ingi á gang­stétt­ina hinum meg­in við göt­una.

Klaus Ortlieb hóteleigandi.
Klaus Ortlieb hót­eleig­andi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Á sama tíma var hann að halda kynn­ingu á fyrsta bitco­in-hraðbank­an­um á Íslandi á hót­el­inu og náði í gegn­um gesti kynn­ing­ar­inn­ar sam­bandi við björg­un­ar­sveit­ar­menn, auk þess sem lög­regl­an kom aft­ur á staðinn og girti svæðið af.

„Þeir eru al­veg ynd­is­leg­ir og virki­lega hjálp­sam­ir,“ seg­ir hann um björg­un­ar­sveit­ar­menn­ina sjö sem reyna að klippa skiltið niður. „Ég get ekki sagt al­veg það sama um lög­regl­una.“

Hann bæt­ir við hlæj­andi: „Ég hef aldrei séð jafn­marga ferðamenn standa í rign­ing­unni, tak­andi mynd­ir.“