Leit haf­in að nýju við Ölfusá

Leit er haf­in að nýju að mann­in­um sem tal­inn er hafa stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnu­dags, að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi. Leit­ar­hóp­ar munu ganga meðfram og sigla á bát­um. Þá mun þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fljúga yfir svæðið í kring um há­degi.

Leit­ar­skil­yrði eru mun betri en í gær og er veður­spá góð fyr­ir dag­inn. Skil­yrði til leit­ar voru slæm í gær, leiðinda­veður, mikið vatn í ánni og vatnið litað.

Um eitt­hundrað björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku þátt í leit­inni í gær og stóð hún fram á kvöld.

Leit­in í dag verður með svipuðu móti og í gær. Um 50 manns eru nú við leit­ir að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Reykja­vík, Vest­ur­landi, Suður­nesj­um og Suður­landi eru mætt­ar til leit­ar og mun þeim fjölga þegar líður á dag­inn. Staðan á leit­inni verður tek­in síðar í dag, en gert er ráð fyr­ir því að leit muni standa fram eft­ir degi.

(frétt af mbl.is)