Kennslutæki

14753270_10153894245455969_8333417851000246845_oÞessi flotta fjölskylda er nýjasta viðbótin við Björgunarsveitina Ársæl. Þau eru kannski ekki líflegustu félagar sveitarinnar, en þau munu koma að góðum notum við að kenna og viðhalda handtökum í endurlífgun sem eru nauðsynleg kunnátta fyrir allt björgunarsveitarfólk. Við fengum rausnarlega aðstoð frá Fastus ehf. við kaupin á endurlífgunardúkkunum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.