Hval­ur í fjör­unni við Eiðis­torg

Verið er að reyna að koma hval á haf út sem er í fjör­unni á móts við Eiðis­torg. Að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa hjá Lands­björg barst til­kynn­ing um hval­inn rétt fyr­ir ell­efu í morg­un og hef­ur ein björg­un­ar­sveit í Reykja­vík verið kölluð út.

Stein­unn Árna­dótt­ir, garðyrkju­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is. að um sé að ræða ung­an grind­hval sem sé um 3 metr­ar að lengd. „Hann er bú­inn að vera lóm­andi hér fyr­ir utan Grand­ann frá því fyr­ir klukk­an átta í morg­un. Svo smám sam­an hef­ur hann verið að fær­ast hingað nær og nú er hann kom­inn hér í fjör­una við Grand­ann,“ seg­ir hún. Hval­ur­inn syndi stöðugt í hringi og því sé ekki eins og hann sé fast­ur, en hann syndi þó alltaf aft­ur að landi.

„Hann er að ein­hverju leyti lemstraður,“ seg­ir Stein­unn og kveður lög­reglu og nokk­urn hóp áhorf­enda verið kom­inn á staðinn.

Björg­un­ar­sveit sé svo á leiðinni og til standi að björg­un­ar­sveit­ar­menn fari í blaut­galla og reyni að koma hvaln­um út aft­ur.