Björg­un­ar­sveitar­fólk hafi unnið af­rek

„Staðan er sú að þeir hval­ir sem lifðu þetta af eru komn­ir út á sjó og við vit­um ekki deili á þeim í augna­blik­inu en þeir eru alla­vega komn­ir vel frá strönd­inni,“ seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir sjáv­ar­líf­fræðing­ur um stöðuna á hvala­vöðunni í fjör­unni nærri Garðskaga­vita. 

„Svo eru tutt­ugu hval­ir sem lifðu þetta ekki af og liggja á víð og dreif í fjör­unni. Nú er beðið eft­ir að það falli frá svo að aðilar frá Haf­rann­sókna­stofn­un geti sótt sýni úr þeim,“ bæt­ir hún við.

Stór hóp­ur fólks var að störf­um í nótt við að halda grind­hvöl­un­um, sem voru milli 50 og 60 tals­ins, á lífi. Björg­un­ar­sveit­ir og lög­reglu­yf­ir­völd komu að aðgerðunum á tí­unda tím­an­um í gær­kvöldi en þá voru sjálf­boðaliðar þegar mætt­ir á svæðið.

„Nokkr­ir voru dán­ir þegar björg­un­ar­sveita­menn koma og í nótt var stór hluti þess­ara hvala dán­ir og ein­hverj­ir dóu eft­ir því sem leið á morg­un­inn,“ seg­ir Edda og bæt­ir við að björg­un­ar­sveit­ar­menn hafi unnið af­rek.

Þung­ir og bera með sér vírusa

Hún tel­ur lík­legt að ein­hverj­ir hval­ir muni stranda aft­ur og deyja en ef þeir nái full­um bata geti þeir lifað í 40–60 ár. Grind­hval­irn­ir geta lifað í um það bil sól­ar­hring á þurru landi.

Gríðarlega erfitt er að koma hvöl­un­um aft­ur á flot bæði vegna þyngd­ar og svo geta þeir borið með sér vírusa sem geta smit­ast yfir í menn.

„Það er mjög erfitt og yf­ir­leitt þarf að bíða eft­ir að það flæði að þeim vegna þyngd­ar og til að koma í veg fyr­ir meiri skaða. Þeir verða um eitt tonn að þyngd,“ seg­ir Edda.

Hef­ur færst í auk­anna síðustu þrjú ár

En hvað skýr­ir þetta?

„Það er eitt­hvað sem leiðir þá á svona óeðli­leg­ar slóðir og það virðist helst vera auk­inn þétt­leiki grind­hvala suðvest­ur og vest­ur af landi,“ út­skýr­ir hún og held­ur áfram:

„Þetta er tím­inn sem þeir bera kálfa og mögu­lega eru þeir á nýj­um fæðumiðum sem eru háska­leg, alla­vega í grunn­sæv­inni, þar sem þarna eru sterk­ir sjáv­ar­fall­a­straum­ar. Það flæðir hratt und­an þeim ef þeir fara í of mikl­ar grynn­ing­ar og þetta eru djúp­sjáv­ar­hval­ir.“

Henni finnst fjöldi til­fella þar sem hval­ir stranda vera sam­bæri­leg­an og í fyrra en tel­ur að til­fell­un­um hafi fjölgað und­an­far­in þrjú ár vegna þétt­leika­breyt­ing­ar á svæðinu.