Björgun 2016

Núna 14. til 16. Október var Björgun 2016 og að sjálfsögðu mætti stór hópur frá Ársæl auk þess að skipaflotinn mætti og partur  af bílaflotanum.

Mikið var um góða fyrirlestra sem voru fullsettnir og á milli þeirra var hægt að fara á milli bása hjá hinum og þessum sem við kemur björgunarmanninum á einn eða annan hátt.

Fyrir framan Hörpuna var hægt að skoða tæki frá sveitum Landsbjargar, og vakti nýji bíllinn hjá Mosfellingum mikinn áhuga og sást til nokkra vera taka selfy með dekkin í bakgrunni.

Bak við Hörpu var hægt að fara í prufusiglingu á nýja bátnum sem HSSK hefur tekið í notkun og er smíðaður af bátasmiðjunni Rafnar.

Föstudagskvöldið var farið í nokkur fyrirtæki og þau skoðuð og spjallað um það sem þau framleiða eða selja. Ekki endaði kvöldið þar því fílaklúbburinn var á fimmtu hæð í Hörpu frá kl 20.30.

Laugardagurinn var svo þéttsetinn að fleiri fyrirlestrum og endaði hann í kvöldverði í bláa lóninu.

Ársæll þakkar fyrir sig og þeir sem skipulögðu Björgun 2016 eiga stórt hrós skilið og sjáumst við næst á Björgun 2018.14787584_10154465939265056_1210192427_o14699477_10154465939750056_1574814359_o