Í fjölda ára hefur Björgunarsveitin Ársæll haft undir sínum verndarvæng öflugt unglingastarf. Bæði undir nafni Björgunarsveitar Alberts og Björgunarsveitar Ingólfs. Fólk getur sótt um inngöngu í unglingadeildina við 15 ára aldur og fær á næstu árum tækifæri til að fá nasasjón af starfi björgunarsveita. Þegar fólk hefur svo náð 18 ára aldri getur það sótt um að gerast nýliðar í sveitinni. Þá hefur fólkið sem starfað hefur í unglingadeild góðan grunn, sem auðvelt er að byggja ofan á. Unglingastarfið er margþætt, haldnar eru kynningar á ýmsu í starfi sveitarinnar, farið í ferðir, heimsóknir til annarra unglingadeilda, tekið þátt í flugeldasölu sveitarinnar og farið á landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldin eru á tveggja ára fresti.

Flestir sem tekið hafa þátt í slíku starfi eru sammála um hversu skemmtilegt og fræðandi það er. Kosturinn við björgunarsveitina er að hún fær til starfa ungt og skemmtilegt fólk sem tilbúið er að gera björgunarstörf að áhugamáli og lífsstíl.

Skráning í unglingadeildina Árnýju

Aðeins er tekið við nýjum krökkum í unglingastarfið á haustin og hefst þá veturinn á kynningarfundi. Hér að neðan getur þú skráð þig á póstlista til að fá áminningu þegar kynningarfundurinn nálgast.

Nafn

Netfang

Símanúmer

Hvað er sótt um