Ferðasaga frá Írlandi

Nokkrir félagar sveitarinnar fóru í heimsókn til írsku landhelgisgæslunnar í hafnarbænum Howth skammt frá Dublin. Var tekið vel á móti okkur og fengum við að sjá aðstöðu og búnað. Hlutverk þessarar sveitar sem við heimsóttum er fjallabjörgun úr háum klettum meðfram ströndinni og fá þeir um 80 útköll á ári að jafnaði. Þeir eru vel búnir klifur- og  irlandsferd 2sigbúnaði og geyma mestan búnað tilbúinn í bílunum með áherslu á stuttan viðbragðstíma.

Þeir voru þrír sem tóku á móti okkur á lestarstöðinni í Howth upp úr hádegi föstudaginn 6. maí. Við byrjuðum á því að bjóða þeim á veitingastað við lestarstöðina og því næst röltum við yfir á höfnina þar sem aðstaðan þeirra er. Húsið lætur ekki mikið yfir sér, tvær bílskúrshurðir þar sem inni er bátur og stór bíll, tveir minni bílar fyrir utan, búningsherbergi á jarðhæð og svo á efri hæðinni skrifstofa, stjórnstöð og lítill salur með eldhúskrók.

Sveitin er rekin af ríkinu en mönnuð sjálfboðaliðum. Þeir fá allan búnað skaffaðan og þurfa því ekki að stunda fjáraflanir. Fjöldatakmörkun er í hverja sveit og mega mest vera 25 í þessari. Ekkert formlegt nýliðastarf er hjá þeim heldur eru menn teknir inn til reynslu og þurfa að taka ákveðin námskeið á þeim tíma. Boðunin hjá þeim er ólík okkar en þeir reka sitt eigið símboðakerfi og bera allir útkallsfélagar á sér símboða því þeim finnst boðun í GSM-síma eins og við þekkjum ekki nógu áreiðanleg og skilvirk.

Athyglisvert var að irlandsferd 1sjá hversu mikil áhersla er lögð á stöðlun, einfaldleika og gott skipulag. Þegar inn er komið er einföld segultafla með nöfnum allra og merkja þeir við sig þegar þeir koma í hús og við hvert nafn er skrifað það hlutverk sem hver og einn á að gegna í því útkalli. Allir fá úthlutað tösku með lágmarksbúnaði til að geta mætt beint á vettvang. Fyrirfram er ákveðið hvaða bíll er fyrstur af stað og í honum er mikið af búnaði haganlega komið fyrir með aðveldu aðgengi. Stærri bíll kemur svo síðar með enn meiri búnað og mannskap.

Þessi heimsókn var afar fróðleg og er alltaf gagnlegt að sjá hvernig aðrir geri hlutina. Sumt gerum við svipað, annað mættum við tileinka okkur og sumt gætu þeir jafn vel lært af okkur.