Aðalfundur Ársæls 2016

Þann 10. mars verður haldinn aðalfundur Björgunarsveitarinnar Ársæls, verður hann haldinn í Gaujabúð sem er staðsett á Seltjarnarnesi. Á þessum fundi verður tekið fyrir stór mál innan sveitarinnar, kosið verður í nýja stjórn og nýjir meðlimir sem hafa farið í gegnum nýliðaþjálfun hjá sveitinni verða teknir inn í sveitina.